Helgargóðgætið - Brauðterta m/hangikjöti og rækjum

Ég skil ekki alveg af hverju brauðtertur eru orðnar sjaldséðar í kökuveislum í dag því mín reynsla er sú að þetta er það fyrsta sem klárast.
Ég hvet því alla sem ekki hafa prófað að gera eina slíka um helgina. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Brauðterta m/hangikjöti og rækjum - Uppskrift í eina brauðtertu, þriggja laga (meðfylgjandi mynd er af 3,5 laga brauðtertu)

Hægt að byrja á að gera brauðtertuna kvöldið áður og svo er hún skreytt rétt áður en hún er borin á borð!

3 sneiðar af brauðtertubrauði - formbrauð skorið langsöm, yfirlett eru 5-6 sneiðar í hverju brauðtertubrauði.

Skerið skorpuna af og reynir að hafa allar sneiðarnar eins í laginu. 

Blandar saman i skál

- 400 gr af rækjum 

- 1 pakki af taðreyktu hangikjöti frá Kjarnafæði - skorið í litla bita

- 6 egg - skorin í eggjaskera

- 350 gr. af létt majónesi

Hrærir þetta vel saman

Setur svo eina brauðsneið á tertudisk, smyrjið helminginn af maukinu á,

setur svo aðra brauðsneið ofan á, smyrð svo restinni á hana og svo endar maður á að setja þriðju og síðustu brauðsneiðina ofaná.

Passar að smyrja maukinu vel út á kanntana. Pressir svo létt ofan á efsta brauðið til að þjappa aðeins. 

Setur poka utan um og inn í kæli.

 

Daginn eftir tekur maður svo ca. 150 gr. af létt majónesi og blandar saman við hálfa dollu af sýrðum eða þeyttum rjóma og smyrð þessari blöndu á brauðtertuna, bæði ofaná og hliðarnar.

Mjög mikilvægt er að blanda sýrða eða þeytta rjómanum við majónesið því ef það er ekki gert gulnar tertan ef hún stendur í smá stund við stofuhita. Þegar búið er að smyrja vel á - ekki of þykkt og ekki of þunnt, en samt þannig að þetta þekur vel og brauðið þorni ekki upp, þá má byrja að skreyta og í það er notað

- gúrku

- tómata

- papríku, gula eða rauða

- steinselju

- vínber

- hægt að nota restina af blöndunni ef það er eitthvað eftir

Svo bara láta hugmyndaflugið ráða

Góða helgi 

Siggasiggasigga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir