Ert þú búin/n að fá þér kaffisopa í dag?

1.október er alþjóðlegi kaffidagurinn, njóttu.
1.október er alþjóðlegi kaffidagurinn, njóttu.

Ef ekki settu þá mikla ást og alúð í að útbúa fyrsta kaffibolla dagsins því þú þarft að halda upp á daginn, það er nefnilega alþjóðlegi kaffidagurinn.

Smá fróðleiksmolar um kaffi....

Kaffi er koffínríkur drykkur sem er gerður úr brenndum baunum kaffirunnans og er yfirleitt borinn fram heitur eða ískaldur. Kaffi er ein algengasta verslunarvara heims, næst á eftir hráolíu. Langmesta framleiðslan fer fram í Brasilíu. Kaffirunninn er uppruninn í Eþíópíu og var fluttur þaðan til Jemen á miðöldum þar sem hafnarborgin Mokka varð helsta útflutningshöfn kaffis. Kaffi náði miklum vinsældum á Arabíuskaganum og var flutt á markað í Evrópu á 16. öld af Hollenska Austur-Indíafélaginu og Breska Austur-Indíafélaginu. Það náði síðan mikilli útbreiðslu í Evrópu og Norður-Ameríku á 17. öldinni.

Bragð kaffis fer fyrst og fremst eftir tegund en einnig eftir ræktunarskilyrðum, meðhöndlun, brennslu, mölun og aðferð við uppáhellingu.

En vissir þú að kaffi getur líka..... 

- hjálpað til við að brenna fitu þar sem það getur aukið efnaskiptahraða um allt að 11%.

- Kaffi inniheldur einnig fjölda nauðsynlegra næringarefna, þar á meðal níasín, magnesíum (vítamín B3), kalíum, mangan, pantóþensýru (vítamín B5) og ríbóflavín (vítamín B2).

- Einnig hefur verið sýnt fram á að kaffi eykur líkamlega frammistöðu til muna!

- Kaffi getur einnig hjálpað þér að lifa lengur samkvæmt fjölda mismunandi rannsókna, auk þess að hjálpa til við að berjast gegn þunglyndi og gera þig ánægðari. 

og hana nú.... fáðu þér nokkra kaffibolla í dag því þú átt það skilið...

Sigga sigga sigga

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir