Fagnaðu súkkulaðiísdeginum í dag

Uppruni Súkkulaðiísdagsins er óþekkt en talið er að Ítalir hafi fyrstir byrjað á því að frysta heitt súkkulaði árið 1692. Vanilluís er reyndar talinn vera vinsælasta bragðtegundin en eftir að súkkulaðiís kom á markaðinn þá hefur hann verið sú bragðtegund sem er hvað mest nálægt því að steypa vanilluísnum af pallinum. 

 

Hér kemur uppskrift af súkkulaðiís 

5 dl rjómi 
100 g sykur 
4 stk. eggjarauður 
1 stk. egg 
1 tsk. vanilludropar 
70 g suðusúkkulaði 

Matreiðsla: 
Þeytið eggjarauður, egg og sykur vel saman. Bræðið súkkulaðið og blandið saman við þeytinguna með sleikju ásamt vanillu. Blandið síðan þeyttum rjómanum saman við með sleikju, setjið í form og frystið. Gott er að bera fram ís sósu með ísnum.  

Nú ef þið nennið ekki að búa til ís frá grunni þá er sniðugt að skella sér út í búð eða sjoppu og kaupa sér einn:) 

Njótið dagsins fallega fólk

Sigga sigga sigga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir