Hvað er sönn ást?

Amanda Oleander, listamaður frá Los Angeles, teiknar ótrúlega skemmtilegar myndir sem fanga hversdagsleikann bak við luktar dyr. Hann er oft á tíðum ekki glansandi fagur og virðist hún vita mikið um þessa hluti. Hún er óhrædd við að sýna það í verkum sínum eins og sjá má á Instagram síðunni hennar.

Heimasíðan Bright Side tók saman nokkur skemmtileg verk eftir hana sem sýna hvað sönn ást er.

En það eru oft á tíðum þessir litlu hlutir sem maður annaðhvort heillaðist af í fari viðkomandi við fyrstu kynni eða lærir að elska með tímanum.

Tengir þú við einhverja mynd þarna? Ég á nokkrar uppáhalds:)

Sönn ást er....

Nr. 17 - ef maður elskar einhvern þá elskar maður allt, líka loðnu lappirnar. 

 

Nr. 16 -  að finnast góð lykt af makanum sínum.

Nr. 15 - að vera tilbúin/n til að gera hvað sem er fyrir þann sem þú elskar.

Nr. 14 - geta sýnt tilfinningar sínar í návist hvors annars.

Nr. 13 - þegar þið eruð saman þá leiðist ykkur aldrei.

Nr. 12 - að láta ekki smá hor og hósta aðskilja ykkur.

Nr. 11 - deila með hvort öðru sögunum á bak við örin á líkama ykkar.

Nr. 10 - þegar þið getið ekki tekið ákvörðun um hvað á að borða í kvöldmatinn.

Nr. 9 - þegar húsið ykkar er fullt af hárum og þið eigið ekki einu sinni dýr.

Nr. 8 - þegar þið pantið mat, borðið heima og úr verður fínasta stefnumót.

Nr. 7 - þegar þið náið að láta ykkur líður vel saman, sama hvar þið eruð.

Nr. 6 - þegar makinn þinn finnur bólu sem hann bara verður að fá að kreista.

  

Nr. 5 - þegar þið vaknið á morgnana og hún lítur út eins og tröllabarn en hann eins og klipptur út úr tískutímariti, eða öfugt.

Nr. 4 - þegar þið getið látið eins og krakkar saman.

Nr. 3 - þegar hin smærstu smáatriði geta látið þig springa af ást.

Nr. 2 - þegar tveir mjög ólíkir einstaklingar ná að láta sambandið ganga upp.

Nr. 1 - þegar þú veist að þú ert ekki fullkomin/n en ert óhrædd/ur við að sýna það í návist maka.

 Sigga sigga sigga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir