Dagsetningar mótadaga í KS deildinni

Meistaradeild Norðurlands í hestaíþróttum, KS-deildin, verður haldin í sjöunda skipti nú í vetur. Mótaröðin fer að venju fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Keppnin fer fram á miðvikudagskvöldum og byrjar klukkan 20:00 hvert kvöld. Það er Kaupfélag Skagfirðinga sem er  styrktaraðili eins og undanfarin ár. Keppnisdagar á mótadögum liggja nú fyrir og eru þeir eftirfarandi:

29. janúar úrtaka um þau sæti sem laus eru í deildinni.

26. febrúar fjórgangur

12. mars fimmgangur

26. mars Tölt

9. apríl slaktaumatölt og skeið

Ákveðið hefur verið að keyra liðakeppni samhliða einstaklingskeppninni.

Fyrirkomulag liðakeppninnar verður kynnt þegar nær dregur.

Fleiri fréttir