Danero Thomas verður liðsmaður Tindastóls næsta tímabil

Danero Thomas á móti Stólum í undanúrslitum. Mynd: Hjalti Árna.
Danero Thomas á móti Stólum í undanúrslitum. Mynd: Hjalti Árna.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls bætist góður liðsauki fyrir næsta tímabil en hinn magnaði Danero Thomas skrifaði undir árssamning við félagið í dag. Danero var lykilmaður í liði ÍR þegar liðin áttust við í undanúrslitum Domino‘s deildarinnar fyrr í vor. Samningurinn er til eins árs.

Danero er með íslenskt ríkisfang og hefur leikið með fjölda liða á Íslandi m.a. með KR, Val, Hamri, Fjölni, Þór Akureyri og ÍR. Hann er tveggja metra framherji og skoraði að meðaltali 16,1 stig í 30 leikjum með ÍR og 16,4 framlagspunkta.

Heimildir Feykis herma að Kanamál séu í vinnslu hjá Tindastól og ekki útséð með þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir