Stórgóð þátttaka í Jólamyndagátu Feykis 2025

Starfsfólk Feykis lét hendur standa langt fram úr ermum í dag og var því dregið úr réttum lausnum í Jólamyndagátu Feykis 2025. Hátt í 40 lausnir bárust, sem verður að teljast ansi gott, en vinningshafarnir voru aðeins þrír.

Lausn myndagátu 2025 var: „Ef Húnvetningar sameinast Dalabyggð mun þá Norðurland vestra ná til Breiðafjarðar í vestri?“ Það var ákvörðun gátusmiðsins, Palla Friðriks, að einnig var gefið rétt fyrir að nota Norðvesturland í stað Norðurland vestra.

Dömurnar á Feyki tóku völdin af ritstjóra þegar kom að drættinum en nöfn þeirra sem leystu gátuna rétt voru prentuð út og sett í vandaða ílát. Drógu þær síðan hvor af annarri eitt nafn úr ílátinu og varð niðurstaðan sú að þrír karlar hlutu verðlaunin að þessu sinni og allir búsettir á Sauðárkróki. Þetta voru þeir Karl Bjarnason, Ásmundur Pálmason og Árni Stefánsson en þeir hluta bók að launum.

Feykir óskar þeim félögum til hamingju og þakkar öllum sem spreyttu sig á gátunni fyrir þátttökuna.

Fleiri fréttir