Darrel Flake í Tindastól

Darrel Flake í leik með Skallagrími á síðasta keppnistímabili. Mynd kki.is

Darrel Flake, sem Breiðabliksmenn létu frá sér á dögunum er orðinn leikmaður Tindastóls. Gengið var frá þessu í dag. Flake hefur leikið hér á landi undanfarin ár við góða orðstýr og er ljóst að hér er um gríðarlega styrkingu á leikmannahópi Tindastóls að ræða.

Flake er þriðji erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Tindastól, en liðið ákvað að semja ekki við Michael Bonaparte sem var á reynslu hjá félaginu á dögunum.

Flake er væntanlegur norður á morgun.

Fleiri fréttir