„Ekki hundi út sigandi“

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð kom vegfarendum á Öxnadalsheiði til aðstoðar í óveðrinu gærkvöldi. Það var ekki hundi út sigandi samkvæmt facebook-síðu flugbjörgunarsveitarinnar og var fólk hvatt til að halda sig heima við.

Tvö myndskeið voru birt á síðu flugbjörgunarsveitarinnar sem sýna þann blindbyl sem var á heiðinni í gærkvöldi og þær erfiðu aðstæður sem björgunarsveitarmennirnir máttu athafna sig við.

Fleiri fréttir