Eldri nemendur Varmahlíðarskóla setja Footloose á svið - FeykirTV
Árshátíð eldri nemenda Varmahlíðarskóla verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði nk. föstudag, 16. janúar kl. 20:00. Söngleikurinn Footloose verður þá settur svið en hann er byggður á samnefndri kvikmynd sem Kevin Bacon fór með aðalhlutverkið í á áttunda áratug síðustu aldar.
Sýningin er í leikgerð og þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar og leikstjórn er í höndum Helgu Rósar Sigfúsdóttur.16 ára og eldri greiða 2.500 kr og er veislukaffi að sýningu lokinni innifalið í verðinu en grunnskólanemendur greiða 1.000 kr. Að sýningu lokinni verður verður slegið upp balli fyrir nemendur 7.-10. bekkjar og mun frístundastrætó ganga.
FeykirTV leit inn á æfingu hjá nemendum skólans og ræddi við Helga Fannar Gestsson, Ingu Einarsdóttur og Ísak Róbertsson sem fara með burðarhlutverk í leikritinu og spurði þau spjörunum úr.
http://youtu.be/p5Q6AxByjDY