Ellefu konur útskrifast úr Brautargengi

Konurnar sem komust á útskriftina, ánægðar með afrakstur erfiðis síns. Mynd: Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Konurnar sem komust á útskriftina, ánægðar með afrakstur erfiðis síns. Mynd: Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Guðríður Hlín Helgudóttir hlaut viður kenningu fyrir bestu fjárfestakynningu ársins. Mynd:Nýsköpunarmiðstöð Íslands.Í vetur stóð Nýsköpunarmiðstöð fyrir námskeiðinu Brautargengi á Norðurlandi vestra og nýlega uppskáru ellefu dugmiklar konur úr Húnavatnssýslum og Skagafirði árangur erfiðis síns.

Brautargengisnámskeiðið er sniðið sérstaklega að þörfum kvenna og er markmið þess að þátttakendur kynnist grundvallaratriðum um stofnun fyrirtækja og þeim þáttum sem snúa að fyrirtækjarekstri.  Áhersla er lögð á að þátttakendur fái hagnýta fræðslu í þeim þáttum sem lúta að rekstri fyrirtækis s.s. stefnumótun, markaðsmálum og fjármálum.  Í lok verkefnisins hafa þátttakendur lokið við að  skrifa viðskiptaáætlun og kynnst því hve áætlanagerð er mikilvæg við undirbúning að stofnun og rekstri fyrirtækja.  Námskeiðið er samtals 75 klukkustundir.

Við útskriftina fengu tvær konur sérstaka viðurkenningu. Guðríður Hlín Helgudóttir á Hvammstanga sem vinnur að verkefninu Seal Travel hlaut verðlaun fyrir bestu fjárfestakynningu ársins 2017. Kynningin hennar var einstaklega vel uppbyggð, sannfærandi og flutt af einlægni og ástríðu. Kristín Sigurrós Einarsdóttir á Sauðárkróki hlaut verðlaun fyrir bestu viðskiptaáætlunina. Viðskiptaáætlunin hennar var faglega unnin, tók á öllum viðeigandi þáttum var lipur aflestrar og raunsæ. Kristín vinnur að verkefninu Söguskjóðan sem er upplifunarferðaþjónusta í Skagafirði.

Kristín Sigurrós Einarsdóttir sem átti bestu viðskiptaáætlunina. Mynd: Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 

 

Fleiri fréttir