Engin smit og enginn í sóttkví á Norðurlandi vestra

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í dag frá aðgerðar­stjórn al­manna­varna á Norðurlandi vestra að eng­inn er nú í ein­angr­un eða sótt­kví á svæðinu. „Hún er ein­stak­lega ánægju­leg tafl­an okk­ar í dag. Höld­um vöku okk­ar, sinn­um okk­ar per­sónu­lega sótt­vörn­um og sam­an kom­umst við í gegn­um þetta,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Fyr­ir utan Norður­land vestra er sem stend­ur ekk­ert virkt kór­ónu­veiru­smit á Aust­ur­landi, en þar eru þó fjórir í sótt­kví. 1.078 eru í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu og 2.217 í sótt­kví. Smit­in eru næst flest á Suður­nesj­um, alls 53, en 273 eru í sótt­kví. Þá eru 7 í ein­angr­un á Vest­fjörðum og 1 í sótt­kví. Á Norður­landi eystra eru 23 í ein­angr­un og 180 í sótt­kví. Á Vest­ur­landi eru 19 í ein­angr­un og jafn marg­ir í sótt­kví. Óstaðsett smit eru 7 og 34 í sótt­kví. 

Þriðja bylgja faraldursins er sögð sú versta hingað til og smit virðast dreifðari en í vor. Eftir aðgerðir síðustu vikna örlar þó nú á bjartsýni um að tekið sé að draga úr smitum sem hafa verið heldur á niðurleið og stærri hópar þeirra sem reynast smitaðir eru þegar í sóttkví. 

Engu að síður verður enn hert á reglum varðandi sóttvarnarráðstafanir frá og með 20. október. Tveggja metra reglan góða verður þá í gildi um allt land á ný og grímuskylda verður þar sem ekki er hægt að tryggja 2m mörkin – eins og í verslunum.

Reglugerðirnir verða tilkynntar nánar í Stjórnartíðindum á morgun (mánudag).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir