Erlendum farþegum fjölgaði um 5,4% í júní

Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mynd af Isavia.is.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mynd af Isavia.is.

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní síðastliðnum voru tæplega 234 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um tólf þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Fjölgunin nam 5,4% á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í júní síðastliðin ár.

Á heimasíðu Ferðamálastofu kemur fram að Bandaríkjamenn hafi verið fjölmennastir í júní eða um 40% af heildarfjölda og fjölgaði þeim um 29,1% milli ára. Veruleg fækkun var frá Þýskalandi og sama má segja um farþega frá Norðurlöndunum. Frá áramótum hefur um ein milljón erlendra farþega farið úr landi um Keflavíkurflugvöll sem er 5,5% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra.

Farþegum í júní fjölgar nú um 5,4% milli ára sem er mun minni fjölgun en verið hefur síðustu ár. Fjölgunin í júní hefur verið að jafnaði 21,1% milli ára síðastliðin fimm ár mest frá 2015 til 2016 eða 35,8%.

Um 71 þúsund Íslendingar fóru utan í júní í ár eða 14,4% fleiri en í júní 2017. Samtals voru brottfarir Íslendinga á tímabilinu janúar til júní tæp 333 þúsund talsins eða 11,7% fleiri en á sama tímabili árið 2017.

Sjá nánar á ferdamalastofa.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir