Væri til í að fara með konuna og börnin á tónleika með Muse / RAGNAR ÞÓR

Að þessu sinni er það nokkuð síðbúin Jóla-Tón-lyst sem ber fyrir augu lesenda Feykis en það er Ragnar Þór Jónsson, þingeyskur gítarleikari með heimilisfang á Hofsósi, sem tjáir sig um tónlistina. Ragnar, sem er fæddur 1966,  ólst upp í Aðaldal og bjó síðan í 30 ár á Húsavík. Fyrir nokkrum árum kynntist hann síðan Dagmar Ásdísi Þorvaldsdóttur og flutti í framhaldi af því á Hofsós.

Spurður út í helstu afrek sín á tónlistarsviðinu segir Ragnar: „Ég hef verið í nokkrum hljómsveitum en í dag er ég í hljómsveit á Húsavík sem heitir SOS og við höfum spilað um allt land á böllum og haldið ótal tónleika. Nú spilum við bara á þorrablótum.“

Hvaða lag varstu að hlusta á? Glugginn í útsetningu Hjálma.

Uppáhalds tónlistartímabil? Það er 1980-1990.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Gömlu rokklögin, er ekki mjög hrifinn af flestu þessu nýja stöffi.

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Íslensk dægurlög.

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Man það ekki, sennilega upptaka á kassettu úr útvarpinu.

Hvaða græjur varstu þá með? Sambyggt útvarps/kassettutæki

Hvað tónlist hlustar þú helst á í jólaundirbúningnum? Öll jólalög.

Hvaða músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkomin með bílpróf? Fingraför með Bubba Morthens.

Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Öll lög með SigurRós.

Hvenær má byrja að spila jólalögin? 1. des.

Uppáhalds jólalagið? Ó helga nótt í flutningi Egils Ólafssonar, þarf alltaf að heyra það á aðfangadag.

Hvert er fyrsta jólalagið sem þú manst eftir að hafa heyrt? Ætli það hafi ekki verið lögin af jólaplötu Ómars Ragnarssonar, man ekki hvað hún heitir. 

Þú vaknar í rólegheitum á jóladagsmorgni, hvað viltu helst heyra?  Rokk eða popptónlist, hef fengið nóg af jólatónlist síðustu vikurnar.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég myndi endurtaka Muse á Wembley, þar sem ég get ekki séð Queen, og ég tæki konuna og börnin mín með.

Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Brian May (Queen), hann er svo hrikalega góður gítarleikari.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Queen Greatest Hits, ótrúleg tónlist.

Ef þú gætir valið þér að syngja jóladúett með hvaða söngvara sem er, lífs eða liðnum, hver væri það? Væri til í dúett með Ruth dóttur  minni og lagið væri I'm Dreaming of a White Christmas. Til vara myndi ég velja Pavarotti.

Hvenær eru jólin komin? Þegar ég borða hangikjötið með laufabrauði og jólaöli.

Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum? 
Glugginn / Hjálmar
Bohemian Rhapsody / Queen 
Livin On A Prayer / Bon Jovi
Í gegnum holt og hæðir / Þursaflokkurinn
Knights Of Syndonia / Muse
Fjöllin hafa vakað / Bubbi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir