Fagna hugmyndum um yfirtöku HS

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki fagna þeim hugmyndum sem fram hafa komið, að óska eftir því við ríkið að Sveitarfélagið Skagafjörður yfirtaki rekstur stofnunarinnar. Samtökin telja að úr því sem komið er sé stofnunin best komin á forræði heimamanna.

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þau vilji minna á að í úttekt Ríkisendurskoðunar á reiknilíkani Velferðarráðuneytisins komi fram að ,,líkanið veki upp spurningar um hvort heilbrigðisstofnunum sé hugsanlega mismunað„ og nauðsyn þess að réttar forsendur séu við útreikning á þeim fjármunum sem kæmu til með að fylgja flutningi reksturs stofnunarinnar.

Fleiri fréttir