Félagsmót Léttfeta á laugardag

Félagsmót Léttfeta verður haldið næstkomandi laugardag og hefst mótið klukkan 10:00. Keppt verður í A-flokki, B-flokki, barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki.  Skráningargjöld greiðist á staðnum (ath. kort ekki tekin).

Mótið hefst eins og áður segir kl. 10:00 en röð flokka verður eftirfarandi:

  •     B-flokkur
  •     Barnaflokkur
  •     Unglingaflokkur
  •     Ungmennaflokkur
  •     A-flokkur

Þegar forkeppni er lokið í öllum flokkum verða úrslit riðin í sömu röð.

Ráslista má nálgast á heimasíðu Léttfeta, www.lettfeti.net.

Fleiri fréttir