Féll af hestbaki í Þjófadölum
feykir.is
Uncategorized
23.06.2013
kl. 18.12
Kona féll af hestbaki í Þjófadölum sunnan við Hveravelli í gærkvöldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi. Hún var þar í hestaferð með fleira fólki og flutti samferðafólk hennar hana til Hveravalla, að því er Mbl.is greindi frá í morgun.
Þangað var konan sótt af björgunarþyrlu sem flutti hana til Reykjavíkur þar sem sjúkrabifreið tók við henni og flutti á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar en meiðsl hennar munu ekki vera alvarleg.
