Fjölbreytt og vel sótt tómstundanámskeið
feykir.is
Skagafjörður
29.01.2015
kl. 09.26
Að sögn Halldórs Gunnlaugssonar verkefnastjóra hjá Farskólanum er mikið um að vera í námskeiðahaldi þessa dagana. Má þar meðal annars nefna grasalækningar, núvitund og hundanámskeið.
Kolla grasalæknir hélt nýverið námskeið um gigt og grasalækningar og var það vel sótt. Námskeið fyrir hundaeigendur stendur yfir á Sauðárkróki og annað er væntanlegt á Hvammstanga.
Næstkomandi laugardag mun Tolli Morthens halda námskeið í nútvitund og er þátttaka í því þegar orðin mjög góð þó fleiri komist að. Þá er framundan námskeið í kolateikningum ef næg þátttaka fæst.