Fjöldi manns í nætursundi

Sundlaugin á Hofsósi var opin allan sólahringinn um síðustu helgi og voru margir sem nýttu sér þessa skemmtilegu nýjung í starfsemi sundlauganna í Skagafirði. Endurtökum leikinn, segir Sævar Pétursson íþróttafulltrúi Skagafjarðar.

-Þetta gekk nú bara nokkuð vel og vorum við mjög sátt með hvernig hlutirnir gengu fyrir sig.  Það voru 852 gestir sem komu í heimsókn til okkar frá föstudegi til sunnudags sem er yfir meðallagi í sumar og því má segja að fólk hafi verið að nýta sér þessa opnun vel hjá okkur, segir Sævar.  -Hugmyndin er að halda áfram með einhverjar óvæntar uppákomur í sundlaugum okkar og hefur ýmsu verið kastað fram sem við erum að skoða og eigum við örugglega eftir að endurtaka leikinn varðandi sólarhringsopnun við tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir