Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2025
kl. 08.52
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
-
Listakonan Gyða Jónsdóttir frá Sauðárkróki
feykir.is Skagafjörður, Aðsendar greinar, Listir og menning, Handverk 29.08.2025 kl. 16.30 bladamadur@feykir.isÚt er komin falleg bók til að heiðra minningu Gyðu Jónsdóttur. Gyða fæddist á Sauðárkróki 4. ágúst árið 1924. Foreldrar hennar voru Geirlaug Jóhannesdóttir og Jón Þorbjargarson Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki en hann var frá Veðramótum á Skörðum, af hinni kunnu Veðramótaætt. Það er Stefán S. Guðjónsson tengdasonur Gyðu sem stendur að útgáfu bókarinnar.Meira -
Vinnustofa um framtíðarsýn haldin á Borðeyri
Þriðjudaginn 26. ágúst sl. var haldin vinnustofa á Borðeyri í tengslum við sameiningarviðræður Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Þátttakendur voru lykilstarfsmenn sveitarfélaganna á þeim sviðum sem fjallað var um, kjörnir fulltrúar og fulltrúar úr fastanefndum.Meira -
Ísjaki á stærð við Hallgrímskirkju
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 29.08.2025 kl. 15.10 bladamadur@feykir.isEins og komið hefur fram í fréttum eru borgarísjakar víða lónandi á sjónum undan Norð-Vesturlandi og sumir verulega myndarlegir. Landhelgisgæslan fór í könnunarflug á miðvikudaginn og sá þó nokkuð af ís. Af bar þó risa jaki sem þeir fundu norður af Hornbjargi. Af þessu segir á facebook síðu Gæslunnar:Meira -
Lukkan var ekki með Stólakonum.
Tindastóll spilaði við Víking í Bestu deild kvenna í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Er skemmst frá því að segja að Tindastóll sá aldrei til sólar utan smá kafla í byrjun seinni hálfleiks. Leikurinn endaði 1- 5 fyrir Víking. Fyrr í sumar höfðu Tindastóls konur unnið Víking 1- 4 í Víkinni.Meira -
Haustboðinn ljúfi
Haustboðinn er ekki eingöngu göngur og réttir, kornþreskingar og sláturtíð heldur er kannski aðal haustboðinn að skólarnir byrja aftur, börnin fara aftur í skólann eftir sumarfrí „árinu eldri. “ Hjá yngstu bekkjum grunnskólans er spennan í hámarki og ætli sé ekki hægt að fullyrða að unglingadeildin sé aðeins minna spennt, á þess þó að vera með alhæfingar.Meira