Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2025
kl. 08.52
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
-
Hinn dularfulli sjúkdómur Akureyrarveikin
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning 30.11.2025 kl. 10.38 oli@feykir.is„Vegna þessa nafns, Akureyrarveikin, gæti ég trúað að margir álíti að þessi veiki hafi einungis verið á Akureyri. Því fer þó víðs fjarri. Veikin var vissulega hvað skæðust á Akureyri en hún barst þaðan víða um land, þar á meðal í Skagafjörð og Húnaþing þar sem veikindin voru víða mjög alvarleg,“ segir Óskar Þór Halldórsson, höfundur bókar um Akureyrarveikina, dularfullan sjúkdóm sem enn þann dag í dag hefur ekki tekist að finna út hvað nákvæmlega var.Meira -
„Fæ oft góðar hugmyndir þegar ég er andvaka“
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni, Handverk 30.11.2025 kl. 10.03 klara@nyprent.isJóhanna Kristín Jósefsdóttir býr á Hvammstanga með manni sínum og eiga þau tvö uppkomin börn og sex barnabörn. Jóhanna Kristín er sjúkraliði og kláraði einnig nám í öldrunarsjúkraliðanum áður en hann fór á háskólastig. Jóhanna hefur unnið við umönnunarstörf í heil 48 ár.Meira -
Stólastúlkur lögðu nýliða Ármanns af öryggi
Stólastúlkur unnu annan leik sinn í röð í Bónus deildinni í gærkvöldi þegar nýliðar Ármanns kíktu norður yfir heiðar. Lið Ármanns hafði unnið einn af fyrstu leikjum sínum í deildinni en lið Tindastóls tvo og því um mikilvægan leik að ræða í botnbaráttunni. Það fór svo að lið Tindastóls spilaði glimrandi vel í fyrri hálfleik og leiddi með 19 stigum í hálfleik. Gestirnir ógnuðu aldrei forystunni í síðari hálfleik og lokatölur 83-66.Meira -
Það er nokkuð ljóst að ég er ofvirk | Pálína Ósk Ómarsdóttir í viðtali
Pálína Ósk Ómarsdóttir er 34 ára, móðir og eiginkona, verslunar- og snyrtistofueigandi. Gift Jóni Gunnari Vésteinssyni (frá Hofstaðaseli) og saman eiga þau þrjú yndisleg börn. Hjónin búa á Gili í Skagafirði þar sem Pálína er uppalin og er stefnan að taka við búskapnum á Gilsbúinu ásamt Elísu tvíburasystur Pálínu og mági.Meira -
Farsældarráð Norðurlands vestra stofnað í gær
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf 28.11.2025 kl. 19.24 oli@feykir.isÍ gær, 27. nóvember, var farsældarráð Norðurlands vestra formlega stofnað með undirritun á samstarfssamningi og samstarfsyfirlýsingu í Krúttinu á Blönduósi. Í frétt á vef SSNV segir að með stofnun farsældarráðsins hefjist formlegt og mikilvægt samstarf allra sveitarfélaga og helstu stofnana sem þjónusta börn og fjölskyldur á svæðinu.Meira
