Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2025
kl. 08.52
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
-
Friðrikarnir komu, sáu og sigruðu
Í gær var haldið annað krakkamót Pílukastfélags Skagafjarðar á tímabilinu. Keppt var í Partý tvímenningi og voru 19 hressir krakkar sem mættu til leiks til að taka þátt í þessu móti. Til að gera langa sögu stutta þá voru það þeir nafnar Friðrik Elmar og Friðrík Henrý sem fóru með sigur af hólmi.Meira -
Full mannað lið hjá Tindastól í kvöld
Fyrsta Evrópukvöldið í Síkinu er í kvöld, miðasalan hefur farið fram á Stubb, demantskorthafar sækja sína miða í gegnum Stubb appið. Frítt er fyrir grunnskólanema á leikinn. Leikurinn hefst 19:15 og fyrir þá sem ekki eiga heimangengt í Síkið verður leikurinn sýndur á Tindastóll TV og það er að sjálfsögðu Gulli Skúla sem lýsir leiknum af sinni alkunnu snilld.Meira -
Bercedo og Pettet valin best
Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram síðastliðið laugardagskvöld þar sem leikmenn voru verðlaunaðir fyrir frábært tímabil og væntanlega hafa knattspyrnumenn og -konur gert sér glaðan dag. Bestu leikmennirnir voru Grace Pettet hjá stelpunum og David Bercedo hjá strákunum.Meira -
Grunnskóli Húnaþings og austan Vatna aftur í Málæði
Nú hefur það verið gefið út hvaða skólar verða með í Málæði þetta árið. Málæði er skapandi keppni á vegum verkefnisins List fyrir alla, þar sem nemendum alls staðar af landinu gefst kostur á að senda inn eigin tónverk og texta. Nú er það orðið ljóst að bæði Grunn- og Tónlistarskóli Húnaþings vestra og Grunnskóli austan Vatna hafa verið valdir til þátttöku annað árið í röð. Munu þau Friðrik Dór og Birgitta Haukdal ásamt Vigni Snæ mæta í grunnskólana tvo í vikunni.Meira -
Ómar Bragi sæmdur gullmerki UMFÍ
Þau Klara Bjarnadóttir, formaður Ungmennafélags Grindavíkur, og Ómar Bragi Stefánsson voru sæmd Gullmerki UMFÍ á Sambandsþingi UMFÍ í gær. Ómar Bragi hlýtur Gullmerkið fyrir sjálfboðaliðastarf sitt fyrir knattspyrnudeild Tindastóls á Sauðárkróki.Meira