Fleiri minkar veiddir í ár í Húnavatnshreppi

Á heimasíðu Húnavatnshrepps eru birtar upplýsingar um refa- og minkaveiði innan Húnavatnshrepps, síðasta veiðitímabil sem telst frá 1. september 2020 til og með 31. ágúst sl.

Alls voru drepnir 418 refir, þar af 236 hlaupadýr og 182 grenjadýr. Á sama tímabili voru veiddir 132 minkar. Refaveiðin er á pari við síðasta ár en þá voru 423 refir skotnir en heldur hefur hún aukist í minknum því 107 minkar voru felldir í fyrra, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem fengin var af heimasíðu Húnavatnshrepps.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir