Flugumferð í Óslandshlíð
Í sumar hafa nokkrar flugvélar lent á túninu fyrir neðan Stóragerði í Óslandshlíð og því greinilegt að fólk sækir safnið í Stóragerði heim á fleiri máta en á bifreiðum.
TF-NLC DHC6-300 Twin Otter vél Norlandair á túninu
Að sögn Hjalta Þórðarsonar lenti fyrsta vélin fyrr í sumar en það var Twin Otter farþegavél Norlandair með 12 farþega og tveggja manna áhöfn.
„Annar tveggja flugmanna vélarinnar var Ragnar Ólafsson frá Sleitustöðum og því þaulkunnugur á svæðinu. Hópurinn sem kom með vélinni skoðaði Samgönguminjasafnið auk þess að líta í hátæknifjósið á Hlíðarenda sem er í fárra skrefa fjarlægð,“ sagði Hjalti.
Síðustu helgina í júlí var svo ljósmyndarinn Jón Karl Snorrason við ljósmyndun á svæðinu og lenti hann einnig í Stóragerði.
TF-ULF Jodel D-140C Mosquetaire vél Jóns Karls Snorrasonar
Ljósmyndir: Gunnar Þórðarson, Hjalti Þórðarson og Þórður Eyjólfsson

