FNV áfram sem stigahæsta tapliðið í Gettu betur

Keppendur FNV þau Kristey Rut Konráðsdóttir, Íris Helga Aradóttir, Ásta Aliya Friðriksdóttir Meldal og Óskar Aron Stefánsson. Mynd: Fnv.is.
Keppendur FNV þau Kristey Rut Konráðsdóttir, Íris Helga Aradóttir, Ásta Aliya Friðriksdóttir Meldal og Óskar Aron Stefánsson. Mynd: Fnv.is.

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að lið FNV hefði fallið úr leik í Gettu betur spurningaleiknum góða en þá hafði liðið tapað viðureign sinni við Tækniskólann. Það sem Feykir ekki vissi var að eitt lið sem tapaði sinni viðureign í fyrstu umferð færi áfram í aðra umferð. Lið FNV fékk flest stig þeirra skóla sem töpuðu og því ánægjulegt að geta leiðrétt að FNV er ekki úr leik og mætir liði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í annarri umferð.

Lið FNV laut í lægra haldi fyrir sveit Tækniskólans en á heimasíðu FNV segir að fyrirfram hafi Tækniskólinn þótt sigurstranglegri, enda náð langt í keppninni undanfarin ár. „Hins vegar reyndist keppni skólanna mikil rimma þar sem Tækniskólinn leiddi með 13 stigum gegn 8 stigum FNV eftir hraðaspurningar. Báðir skólar svöruðu fimm bjölluspurningum rétt og endaði því viðureignin 23-18 fyrir Tækniskólann.“

Viðureignin við Vestlendingana fer fram mánudaginn 17. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir