FNV fær titilinn Fyrirmyndarstofnun 2020

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafnaði í 3. sæti í könnun Sameykis á Fyrirmyndarstofnunum árið 2020 í flokknum Stofnun ársins með 50 starfsmenn eða fleiri. Skólinn hlýtur fyrir vikið sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun. Fram kemur á heimasíðu FNV að starfsfólk skólans sé „soldið pínu stolt“ eins og sagt er upp á hreinræktaða króksku.

Á heimasíðu Sameykis segir m.a. í hverjum stærðarflokki í könnuninni hljóti efstu stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnanir. Í flokknum Stofnun ársins í flokki stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri varð Nýsköpunarmiðstöð Íslands hlutskörpust og hún var í 27. sæti árið áður. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ vermir annað sætið en FNV er í þriðja sæti í könnuninni en var í níunda sæti árið á undan en fimmta sæti árið þar á undan. Sannarlega glæsileg niðurstaða fyrir skólann. Ríkisendurskoðun og Menntaskólinn við Hamrahlíð voru svo í fjórða og fimmta sæti.

Í flokki stofnana með 20-49 starfsmenn var Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum efstur en Menntaskólinn á Tröllaskaga í öðru sæti. Jafnréttisstofa varð hlutskörpust í vali á fyrirmyndarstofnunum með  20 starfsmenn eða færri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir