FNV úr leik í Gettu betur
Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra keppti í gærkvöldi í 16 liða úrslitum Gettu betur gegn Borgarholtsskóla í beinni útsendingu á rás 2. Lið FNV lét í minni pokann eftir jafna og skemmtilega keppni. Liðið náði sér ekki á strik í hraðaspurningunum og leiddi Borgarholtsskóli með sjö stigum gegn þremur að þeim loknum.
Leikar jöfnuðust í bjölluspurningum og úr varð spennandi viðureign sem endaði 13-7 fyrir Borgarholtsskóla.
FNV hefur því lokið keppni í Gettu betur þennan veturinn.
Liðið allt getur gengið stolt frá borði enda þreyttu þau sem kepptu fyrir hönd skólans öll frumraun í keppninni. Meirihluti þeirra nemenda sem æfðu fyrir Gettu betur á þessu skólaári munu snúa tvíefldir til baka á því næsta, segir á vef FNV.
