Formleg opnun TextílLab á Blönduósi

Lilja og Þórdís Kolbrún opna smiðjuna. Mynd: SSNV
Lilja og Þórdís Kolbrún opna smiðjuna. Mynd: SSNV

Föstudaginn 21. maí síðastliðinn var TextílLab opnað á Blönduósi að Þverbraut 1 en það er fyrsta TextílLab smiðja sinnar tegundar hér á landi og tilheyrir Textílmiðstöð Íslands.

Stafræn prjónavél, stafrænn vefstóll, stafræn útsaumstvél, nálaþæfingavél og laserskeri eru dæmi um tæki og tól sem tilheyra nýju TextílLab smiðjunni og munu eflaust reynast vel til þróunar, nýsköpunar og rannsókna í textíliðnaði.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar, ávörpuðu gesti á opnuninni. Lilja og Þórdís Kolbrún klipptu síðan í sameiningu á opnunarþráðinn sem var úr ekta húnvetnskri ull.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir