Framkvæmdastjóri óskast til USAH

Stjórn Ungmennasambands Austur-Húnvetninga hefur auglýst stöðu framkvæmdastjóra USAH. Um er að ræða 50% stöðu frá 1. júní til 31. ágúst 2011. Viðkomandi þarf að sinna daglegum störfum á skrifstofu, sjá um skipulagningu móta og framkvæmd þeirra ásamt fleiru.

Leitað er eftir einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, hefur góða tölvukunnáttu og á auðvelt með að vinna með öðrum.

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2011.

Upplýsingar gefur Aðalbjörg í síma 868 4917 og einnig er hægt að senda fyrirspurnir á usah@simnet.is.

/Húni.is

Fleiri fréttir