Framkvæmdir í Sauðárkróksbakaríi
feykir.is
Skagafjörður
08.01.2015
kl. 12.01
Þessa dagana standa yfir breytingar á verslun Sauðárkróksbakarís og verður bakaríið því lokað um skeið frá laugardeginum 10. janúar næstkomandi. Bakstur verður þó áfram í fullum gangi og vörur bakarísins sem fyrr fáanlegar í Skagfirðingabúð, Hlíðarkaup og á öðrum útsölustöðum.
Þá verður viðskiptavinum boðið upp á að pantar vörur til afgreiðslu eftir samkomulagi í síma 455-5000. Í tilkynningu frá bakaríinu í Sjónhorninu í dag segir: „Það er von okkar að geta opnað endurbætta aðstöðu eftir ca. 2 vikur eða í kringum 22. janúar og vonumst við eftir að þetta rask eigi ekki eftir að valda miklum óþægindum."