Framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Mynd:ssnv.is
Mynd:ssnv.is

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra óska eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2020. Á vef SSNV kemur fram að áætlað sé að veita viðurkenninguna í annað sinn á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í upphafi næsta árs.

Viðurkenningarnar eru veittar í tveimur flokkum:

  1. Verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar.
  2. Verkefni á sviði menningar.

Viðurkenningarnar geta fallið í hlut einstaklinga, hópa, félaga, fyrirtækja eða stofnana á Norðurlandi vestra fyrir framlag sitt í ofangreindum flokkum.

Viðurkenningar fyrir árið 2019 féllu í skaut Sýndarveruleika ehf.og Kakalaskála. Viðbrögð voru afar góð og bárust alls 31 tilnefning um 20 verkefni fyrir síðasta ár. 

Tekið er við tilnefningum til miðnættis 21. desember 2020 í gegnum rafrænt skráningarform. Ekki er tekið við tilnefningum með öðrum hætti.

Reglur um viðurkenningarnar er að finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir