Frísklegt sjóbað á Þrettándanum

Stefnt er að því að fara í frísklegt sjóbað á morgun, Þrettándanum 6. janúar 2015. Farið verður í sjóinn norðan við nýja hafnargarðinn í smábátahöfninni kl. 12.

Benedikt S. Lafleur og félagar munu leiðbeina sjóbaðsgestum. „Að loknu sjóbaði er tilvalið að ylja sér í sundlaug Sauðárkróks!“ segir í fréttatilkynningu og um leið eru allir boðnir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir Benedikt í síma 659 3313.

Fleiri fréttir