Fróðleiksfundur um COVID úrræði stjórnvalda

Mynd:ssnv.is
Mynd:ssnv.is

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og KPMG bjóða til gagnvirks fræðslufundar um COVID úrræði stjórnvalda þann 29. janúar næstkomandi.

Flutt verðurstutt framsaga um helstu úrræðin sem eru í boði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja sérfræðinga KPMG út í einstök atriði. Hugmyndin er að takmarka fjölda þátttakenda við 30 manns í von um gagnvirkt samtal þátttakenda og sérfræðinga KPMG.

Skráning á fundinn er hér en skráðir þátttakendur fá sendan hlekk á fundinn þegar nær dregur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir