Frumsamin leikverk á Árshátíð miðstigs Árskóla

Árshátíð miðstigs Árskóla er í gangi Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki þessa dagana. Um er að ræða frumsamin leikverk nemenda 5., 6. og 7. bekkjar Árskóla.

5. bekkur sýnir leikritið Merlín sem fjallar um uppgötvun krakkanna þegar þau voru að leika sér í Litlaskógi. 6. bekkur sýnir Heilsubælið þar sem segir frá ýmsu sem á daga þeirra hefur drifið frá í haust og 7. bekkur flytur leikritið Voði og illmennin ógurlegu en það er frumsamið af nemendum bekkjarins. Leikritið fjallar um vísindamann sem vill ná yfirráðum í heiminum.

Fullt af skemmtilegum myndum frá árshátíðinni er að finna á vef Árskóla.

Fleiri fréttir