Fyrirkomulag snjómoksturs í Skagafirði

Fyrirkomulag snjómoksturs í Skagafirði er þannig háttað að Vegagerðin sér alfarið um að moka þjóðveg 1, Sauðárkróksbraut,  Siglufjarðarveg frá Sauðárkróksbraut, Hólaveg frá Siglufjarðarvegi að Hólum og Þverárfjallsveg alla daga. Þetta kemur fram á vef Svf. Skagafjarðar.

Siglufjarðarvegur frá þjóðvegi 1 að Sauðárkróksbraut er mokaður sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, segir ennfremur á vefnum. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga er Skagafjarðarvegur frá þjóðvegi 1 að Héraðsdalsvegi mokaður.

„Vegagerðin aðhefst ekkert í snjómokstri á öðrum vegum fyrr en samþykki sveitarfélagsins liggur fyrir. Íbúum sveitarfélagsins er bent á að hafa samband við fulltrúa sveitarfélagsins á sínu svæði sem hafa umboð til að panta snjómokstur og greiðir sveitarfélagið tvisvar á vetri fyrir mokstur á heimreiðum,“ segir loks á vefnum.

Hér má nálgast nánari upplýsingar.

Fleiri fréttir