Fyrsta Fimmtudagsmót UMSS í dag
Fyrsta Fimmtudagsmót UMSS sumarsins verður haldið í dag, 14. júní og hefst mótið kl. 17 og lýkur um kl. 21. Samkvæmt heimasíðu Tindastóls hafa Fimmtudagsmót UMSS verið stór þáttur í frjálsíþróttalífinu í Skagafirði á síðustu árum.
Keppt verður í hástökki, langstökki, stangarstökki og kringlukasti. „Mögulegt er að bæta við greinum, ef áhugi er til staðar,“ segir á heimasíðu Tindastóls.
Skráning á umss@simnet.is, eða á keppnisstað.
Jafnframt er óskað eftir starfsmönnum. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Elmar á skrifstofu UMSS: umss@simnet.is