Fyrsta mót vetrarins í Skagfirsku mótaröðinni
Skagfirska mótaröðin hefst í Reiðhöllinni Svaðastöðum nk. miðvikudag, 4. febrúar. Keppt verður í barna-, unglinga- og ungmennaflokki og 1. og 2. flokki fullorðinna. Skagfirska mótaröðin er stigakeppni, stigahæsti keppandinn í hverjum flokki hlýtur verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótunum. Næstu mót verða 18. febrúar, 4. mars og 18. mars.
Sem fyrr segir verður keppt í fjórgangi í eftirfarandi flokkum á fyrsta móti vetrarins: Barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, fyrsta og öðrum flokki fullorðinna.
Keppt verður í V5 (tveir eða fleiri knapar eru inná í einu og stjórnað af þul. Keppni hefst upp á þá hönd sem skráð er í ráslista. Verkefnið er: 1. Frjáls ferð á tölti. 2. Hægt til milliferðar brokk. 3. meðalfet. 4. Hægt til milliferðar stökk) í Barnaflokki, Unglingaflokki og Öðrum flokki fullorðinna.
Keppt verður í V2 í ungmennaflokki og fyrsta flokki fullorðinna. Tveir eða fleiri knapar eru inná í einu og stjórnað af þul. Keppni hefst upp á þá hönd sem skráð er í ráslista. Verkefnið er: 1. Hægt tölt. 2. Hægt til milliferðar brokk. 3. Meðalfet. 4. Hægt til milliferðar stökk. 5. Yfirferðartölt.
Keppni mun hefjast klukkan 18:30 á barnaflokki. Aðgangseyrir er 1000 kr.
Heimild: Sjónhornið.