Fyrsta Opna húsið hjá Nes á árinu

Fyrsta Opna húsið á árinu hjá Nes Listamiðstöð á Skagaströnd verður haldið á morgun, fimmtudaginn 26. janúar á milli klukkan 16:30 og 18:30. Fjölbreyttur hópur listamanna dvelur nú í listamiðstöðinni og fæst ýmist við bókmenntir, ljósmyndun, teikningu, málun eða skúlptúrgerð.

Í tilkynningu frá Nes Listamiðstöð eru allir hvattir til að lita við og skoða hvað listafólkið er að fást við en það er fúst til að deila list sinni og ræða við gesti. „Við hlökkum til að sjá þig þar!“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir