Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar
Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 18. júní kl. 16:15 í Safnahúsinu við Faxatorg. Hlusta má á fundi í beinni útsendingu á vef sveitarfélagsins en einnig eru fundargerðir birtar á vefnum eftir á.
Við sveitarstjórnarkosningar í maí sl. voru eftirfarandi kosnir í sveitarstjórn: Stefán Vagn Stefánsson (B), Sigríður Svavarsdóttir (D), Bjarki Tryggvason (B), Bjarni Jónsson (V), Gunnsteinn Björnsson (D), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (K), Viggó Jónsson (B) og Þórdís Friðbjörnsdóttir (B).
Eins og Feykir hefur sagt frá hafa listar framsóknarmanna og sjálfstæðismanna ákveðið að mynda meirihluta, þrátt fyrir að framsókn næði hreinum meirihluta í kosningunum.