Fyrstu réttir um helgina
Nú styttist í göngur og réttir sem eru án efa viðburðir sem margir bíða með eftirvæntingu. Fyrstu réttirnar á Norðurlandi vestra verða á morgun, þann 2. september, þegar réttað verður á fjórum stöðum í Skagafirði og einum í Austur-Húnavatnssýslu. Feykir hefur nú tekið saman lista yfir réttir á svæðinu. Er hann að mestu unninn upp úr Bændablaðinu og er þar tekið fram að ekki sé ólíklegt að eitthvað sé um villur á listanum og eins geti náttúruöflin átt þátt í að breyta fyrirætlunum með stuttum fyrirvara. Ef glöggir lesendur verða varir við rangar dagsetningar væru athugasemdir vel þegnar á netfangið feykir@feykir.is.
Það er alltaf gaman að skoða skemmtilegar myndir af mannlífinu í réttunum. Okkur hjá Feyki þætti vænt um ef einhverjir lesendur vildu senda okkur réttamyndir til að birta.
Réttir á Norðurlangi vestra:
Húnaþing vestra:
Hamarsrétt á Vatnsnesi laugardag 9. sept.
Hrútatungurétt í Hrútafirði laugardag 9. sept. kl. 9:00
Hvalsárrétt í Hrútafirði laugardag 16. sept.
Miðfjarðarrétt laugardag 9. sept.
Valdarásrétt í Fitjárdal föstudag 8. sept. kl. 9:00.
Víðidalstungurétt í Víðidal laugardag 9. sept. kl. 10:00.
Þverárrétt í Vesturhópi laugardag 9. sept.
Austur-Húnavatnssýsla
Auðkúlurétt við Svínavatn laugardag 9. sept. kl. 8:00.
Beinakeldurétt þriðjudag 12. sept. kl. 9:00.
Fossárrétt laugardag 9. sept. kl. 14:00. Seinni réttir 16. sept. kl. 12:00.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð sunnudag 10. sept. kl. 10:00.
Kjalarlandsrétt laugardag 9. espt. kl. 14:00. Seinni réttir 16. sept. kl. 13:00.
Rugludalsrétt í Blöndudal laugardag 2. sept. kl. 16:00.
Skrapatungurétt í Laxárdal sunnudag 10. sept. kl. 10:00.
Stafnsrétt í Svartárdal laugardaginn 9. sept. kl. 8:30.
Sveinsstaðarétt sunnudag 10. sept. kl. 10:00.
Undirfellsrétt í Vatnsdal föstudag 8. sept. kl. 12:30 og laugardag 9. sept kl. 9:oo.
Skagafjörður
Deildardalsrétt laugardag 2. sept.
Flókadalsrétt í Fljótum laugardag 9. sept.
Hlíðarrétt í Vesturdal sunnudag 17. sept.
Hofsrétt í Vesturdal laugardag 16. sept.
Holtsrétt í Fljótum laugardag 9. sept.
Hraunarétt í Fljótum fimmtudag 7. sept.
Kleifnarétt í Fljótum laugardag 2. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal sunnudag 3. sept.
Mælifellsrétt sunnudag 10. sept.
Sauðárkróksrétt laugardag 2. sept.
Selnesrétt á Skaga laugardag 9. sept. og laugardag 16. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð mánudag 11. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum laugardag 2. sept.
Skálárrétt í Sléttuhlíð laugardag 9. sept.
Staðarrétt sunnudag 3. sept.
Stíflurétt í Fljótum föstudag 8. sept.
Unadalsrétt laugardag 9. sept.