Gamlársdaghlaup 2014

Hið árlega Gamlársdaghlaup verður þreytt samkvæmt venju frá Íþróttahúsinu á Sauðárkróki á morgun síðasta degi ársins en lagt verður af stað klukkan 13:00. Allir eru hvattir til að taka þátt - hafa gott og gaman að.

Skráning fer fram í Íþróttahúsinu frá klukkan 12:00, ekkert þátttökugjald en glæsileg útdráttarverðlaun að hlaupi loknu.

Engin tímataka verður en fólk getur gengið, skokkað eða hjólað allt eftir eigin höfði. Gott er að huga að því að vera með góðan fótabúnað þar sem nokkuð er um hálku í bænum.

Þá eru vegalengdir að eigin vali, en mælst er til þess að þátttakendur séu komnir til baka kl. 14 en þá verður dregið til vinninga í happdrættinu.

Fleiri fréttir