Gert ráð fyrir rekstrarafgangi á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
08.03.2010
kl. 09.13
Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti þriggja ára áætlun 2011 – 2013 á fundi sínum í síðustu viku. Fyrir fundinum lá þriggja ára áætlun aðalsjóðs og stofnana sveitarfélagsins.
Í áætluninni kemur fram að reiknað er með að rekstrarafgangur samstæðunnar verði á bilinu 11.6-13.8 milljónir á áætlunartímanum. Fjárfestingar eru áætlaðar um 50 milljónir á ári og reiknað er með að handbært fé samstæðu lækki úr 675 milljónum í 664 milljónir á áætlunartímanum.