Gilitrutt á Bangsatúni
Leikhópurinn Lotta verður á Bangsatúni á Hvammstanga á morgun, fimmtudaginn 13. júní, með sýninguna Gilitrutt. Um er að ræða Fjölskylduævintýri sem spunnið er saman úr þremur ævintýrum; Gilitrutt, Búkollu og Geitunum þremur. Leiksýningin hefst kl. 18:00.
Í fréttatilkynningu um sýningu er mælt með að myndavél sé höfð meðferðis á sýninguna, þar sem boðið er upp á knús og myndatökur með persónum leiksýningarinnar að henni lokinni. Á vefsíðu Leikhópsins Lottu má finna allar helstu upplýsingar um hópinn, sýningarstaði, myndir, panta geisladiska og fleira.
