Góðir gestir í Skagafirði
Kári Gunnarsson sendi okkur þessa skemmtilegu mynd af góðum gestum sem komu í Skagafjörð í fyrradag, fljúgandi á eigin vegum frá Skotlandi. Að sögn Kára komu þeir nákvæmlega sama dag í fyrra eða á afmælisdegi dóttur hans. Segir Kári að Sighvati á Stöðinni hafi eitt sinn sagt að fyrsti hópurinn kæmi alltaf fljúgandi yfir Tindastól sama dag, ár eftir ár og það klukkan hálf fjögur.