Gönguferð að Meðalheimsvatni

Kvenfélag Seyluhrepps stendur fyrir gönguferðum um nánasta umhverfi í sumar. Markmið gönguferðanna er að njóta nánasta umhverfis og náttúru, uppgötva perlur sem þátttakendur vissu ekki af í skemmtilegum félagsskap. Ferðirnar eru fyrir alla, unga sem aldna, konur og karla.

Gengið er annað hvert miðvikudagskvöld og í kvöld verður gengið að Meðalheimsvatni sem er á Langholtinu. Þátttakendur hittast kl. 20 við Alþýðulist í Varmahlíð eða 20:10 í Hátúni. Gengið verður upp frá Hátúni að vatninu, norður í skógræktina hennar Ragnheiðar á Marbæli og niður hjá Marbæli og aftur í Hátún. Vonast er eftir að sem flestir mæti.

Fleiri fréttir