Guðjón S. Brjánsson efstur hjá Samfylkingunni
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2017 varð ljós í gær en Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi hélt fjölmennt kjördæmisþing á Hótel Bjarkalundi þar sem framboðslisti vegna komandi alþingiskosninga var samþykktur samhljóða. Listann skipa:
1. Guðjón S. Brjánsson, alþingismaður, Akranesi
2. Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, Ísafjarðarbæ
3. Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona, Akranesi
4. Sigurður Orri Kristjánsson, leiðsögumaður, Reykjavík
5. Gunnar Rúnar Kristjánsson, bóndi, Blönduósbæ
6. Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, Vesturbyggð
7. Sólveig Heiða Úlfsdóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
8. Garðar Svansson, fangavörður, Grundarfjarðarbæ
9. Ingimar Ingimarsson, organisti, Reykhólahreppi
10. Pálína Jóhannsdóttir, kennari, Bolungarvík
11. Pétur Ragnar Arnarsson, slökkviliðsstjóri, Húnaþingi vestra
12. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki, Akranesi
13. Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Borgarbyggð
14. Helgi Þór Thorarensen, prófessor, Sauðárkróki
15. Inga Björk Bjarnadóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
16. Sigrún Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, Akranesi