Gul viðvörun víða á landinu – Færð gæti spillst á fjallvegum
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Suðausturland. Aðstæður gætu orðið erfiðar á fjallvegum s.s. Holtavörðuheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði.
Horfur næsta sólarhringinn fyrir landið allt:
Suðvestanátt, víða 13-20 m/s og éljagangur en hægari og úrkomulítið A-lands. Frost 1 til 6 stig síðdegis. Minnkandi vestanátt á morgun. Él um landið vestanvert fram yfir hádegi, en léttskýjað eystra. Kólnandi veður. Snýst í vaxandi suðaustanátt á SV- og V-landi annað kvöld.
Strandir og Norðurland vestra
Suðvestanátt og snjókoma (Gult ástand)
Gengur í suðvestan 10-18 m/s með dimmum éljum. Einkum gætu aðstæður orðið erfiðar á fjallvegum s.s. Holtavörðuheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði.
Suðvestan 13-20 og él, en 18-23 m/s um tíma í fyrramálið. Frost 1 til 6 stig á morgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.