Gunnar í framboð fyrir Miðflokkinn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.10.2017
kl. 09.31
Króksarinn Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksin sem sagði sig úr flokknum á dögunum, hefur ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn, sem eins og flestum ætti að vera kunnugt er nýt flokkur Sigmundar Davíðs. Morgunblaðið telur sig hafa öruggar heimildir fyrir þessu og að Gunnar Bragi muni fara í framboð fyrir Miðflokkinn fyrir kosningarnar 28. október næstkomandi.
Þá kemur fram í fréttinni að ekki liggi ljóst fyrir í hvaða kjördæmi þessi fyrrum vinstri bakvörður Þryms hyggist bjóða sig fram, en líklegt telst að hann muni leiða lista flokksins í einu af sex kjördæmum landsins.