Hættir sölu á mat til eldri borgara
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.02.2010
kl. 09.29
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi hefur sent Bæjarráði Blönduós bréf þar sem stofnunin tilkynnir að frá og með 1. maí n.k. mun stofnunin hætta sölu á mat til eldri borgara á Blönduósi.
Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að skoða málið frekar og koma með tillögur að úrlausn málsins.