Haustverkefni Leikfélags Sauðárkróks

Fyrsti fundur haustverkefnis Leikfélags Sauðárkróks verður haldinn í Húsi frítímans í kvöld klukkan 20:00. Þar verður hugmynd af nýju haustverkefni LS 2013 kynnt. Í tilkynningu frá LS segir að það sé mikilvægt fyrir áhugasama að mæta á fundinn því að ef mæting verður léleg verður það metið sem svo að áhugi sé lítill og getur þá svo farið að ekkert verði gert í haust.

Þeir sem komast ekki á fundinn en vilja vera með geta haft samband við Sigurlaugu Dóru í síma 862 5771 fyrir fundinn.

Fleiri fréttir