Hefur þú smakkað BBQ grísasamloku?

Í dag er alþjóðlegi rifinn grís dagurinn eða Pulled Pork day, hljómar mikið betur á ensku en íslensku, og því um að gera að prufa þessa uppskrift á næstunni en munið að gefa ykkur góðan tíma í þetta því þetta er smá dúll. 

Hægeldað grísakjöt eða „pulled pork“ eins og það er kallað í Bandaríkjunum er rifið í tætlur áður en það er borið fram og er til í  fjölmörgum mismunandi útgáfum eftir ríkjum. Í Tennessee er hefðin sú að blanda kjötinu saman við BBQ-sósu og bera fram í brauði líkt og hamborgara. Þetta hefur verið kallað grísasamloka á íslensku og fann ég uppskrift á þessari bloggsíðu sem hljómaði svo vel að mig langaði til að deila henni með ykkur í tilefni dagsins.  

 

Gott að byrja á BBQ sósunni ef þig langar að gera hana frá grunni.

1 hvítlaukur ( heill laukur fæst í litlum körfum)
6 msk eplaedik
1 msk Sukrin Gold
1 msk red chilli flögur
1 msk Dijon sinnep
1/2 tsk hvítlaukssalt
1/8 cayenne pipar
1 msk paprikuduft
1 msk Worchester sósa
1 lítil dós HUNTS paste 6 oz dolla
2 msk kurlað beikon um 25 gr
 
Allt sett í lítinn mixer og mixað í mauk. 
 
Rifið svínakjöt
 
1.5 - 2 kg. svínabógur
240 ml. vatn
1 laukur niðurskorinn
1 súputeningur, svína eða kjúklingakraftur
 
Aðferð:
Setjið bóginn í ofnpott. Hellið vatni meðfram kjötinu, dreifið lauknum því næst í botninn og bætið við krafti,
hér má smyrja 1/4 hluta af BBQ sósunni á kjötið. Setjið svo lokið á og látið kjötið malla í 7-9 klt á lágum hita, líka hægt að hægelda kjötið í ofni á 100 - 120 gráðum í 6-8 klt. Takið kjötið svo úr pottinum/ofninum og rífið niður með 2 göfflum, hendið lauk / beini og fitunni.
Hellið soðinu úr pottinum setjið rifna kjötið út í aftur og þá má bæta BBQ sósunni saman við og hræra vel í, ágætt að hækka hitann í 120 gráður og hita sósuna vel í gegn. Borið fram í hamborgarabrauði með salati.
 
Njótið
Sigga sigga sigga
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir