Heitt vatn komið í Hegranesið
Síðasta föstudag var heitu vatni hleypt á fyrsta bæinn í Hegranesi en framkvæmdir hafa staðið yfir um nokkurt skeið að hitaveituvæða sveitina. Það voru systkinin Lilja og Þorsteinn Ólafsbörn á Kárastöðum sem nutu þess að fá vatnið til sín og sagði Lilja að um gríðarlegan mun yrði að ræða hjá þeim.
Að sögn Indriða Einarssonar hjá Skagafjarðaveitum tengjast fleiri bæir kerfinu hver af öðrum þegar hver sé búinn sé að gera klárt heima fyrir. Kárastaðir er nyrsti bærinn að vestanverðu sem tengdur verður þessari lögn en að austan verður farið alla leið í Keflavík.